Hagnaður af rekstri Íbúðalánsjóðsins nam 2.528 milljónum króna og eigið fé sjóðsins í árslok var 20.189 milljónir króna.

Eiginfjárhlutfall sjóðsins sem reiknað er samkvæmt ákvæðum í reglugerð nr. 544/2004 um Íbúðalánasjóð er 7,0%. Hlutfallið er reiknað með sama hætti og eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja. Langtímamarkmið sjóðsins er að hlutfallið sé yfir 5,0%.

Í tilkynning frá Íbúðalánasjóði segir að ársreikningur sjóðsins fyrir árið 2007 sé nú í fyrsta sinn gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS), eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu.

Eigið fé sjóðsins 1. janúar 2007 hækkar um 1.286 milljónir króna vegna innleiðingar staðlanna.