Íbúðalánasjóður gaf út ný húsnæðislán fyrir 5,7 milljarða króna í ágúst síðastliðnum. Um er að ræða 6% aukningu frá því á síðasta ári. Þetta kemur fram í mánaðarlegu riti sjóðsins.

Af heildarupphæðinni voru 4,3 milljarðar venjubundin húsnæðislán, 1,3 milljarðar ný lán fyrir leiguhúsnæði.

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs á þessu ári námu við lok ágúst 39 milljörðum króna. Meðallánsfjárhæð er 10,9 milljónir króna, sem er 15% aukning frá því í fyrra.