Landsmönnum fjölgaði um 500 á þriðja ársfjórðungi eftir að búið er að taka tillit til brottfluttra og látinna. Landsmenn voru í lok fjórðungsins 320.660 talsins. Nokkuð jöfn skipting er á milli karla og kvenna, samkvæmt upplýsingum Hagstofunna r.

Fram kemur í upplýsingum Hagstofunnar að langflestir búa á höfuðborgarsvæðinu eða 204.630 manns á móti rétt rúmlega 116.000 á landsbyggðinni. Samkvæmt því búa tæp 64% landsmanna á höfuðborgarsvæðinu.

Þá kemur fram í tölunum að hér á landi bjuggu 20.820 erlendir ríkisborgarar, 1.230 börn fæddust á fjórðungnum og 470 einstaklingar létust. Á sama tíma voru fluttu 590 einstaklingar með íslenskt ríkisfang úr landi en þeir einstaklingar með erlent ríkisfang sem fluttust til landsins.

Danmörk er helsti áfangastaðurinn

Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 550 manns. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 1.440 íslenskir ríkisborgarar af 1.790 alls. Af þeim 470 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 120 manns.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (450), Noregi (270) og Svíþjóð (200), samtals 920 manns af 1.210. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 180 til landsins af alls 770 erlendum innflytjendum. Bandaríkin komu næst, en þaðan fluttust 60 erlendir ríkisborgarar til landsins.