Í lok þriðja ársfjórðungs ársins bjuggu 337.610 manns á Íslandi, og hafa landsmönnum fjölgað um 1.550 á tímabilinu frá byrjun júlí til loka september.

Á tímabilinu fæddust 1.150 börn, en 580 einstaklingar létust, en þess utan voru 950 fleiri sem fluttu til landsins umfram brottflutta.

Jafnframt fluttust fleiri konur en karlar frá landinu, en við lok ársfjórðungsins bjuggu 170.510 karlar og 167.100 konur í landinu.