Reykjanesbær er 14 ára í dag en bæjarfélagið varð til við sameiningu sveitarfélaganna Njarðvíkur, Keflavíkur og Hafna árið 1994. Svo skemmtilega vill til að á afmælisdaginn eru íbúarnir orðnir 14 þúsund og hefur þeim fjölgað um 28% á síðustu fjórum árum.

Íbúar bæjarins voru í lok árs 2002 alls 10.914  og hefur þeim því fjölgað um rúmlega 3 þúsund manns. Á síðasta ári var fjölgun íbúa langmest í Reykjanesbæ.

Í tilefni dagsins verða veitt í fyrsta sinn hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Reykjanesbæjar í Bíósal Duushúsa kl. 17:00 í dag.