Íbúðasala í júlí dróst saman um 0,2% í Bandaríkjunum frá því í júnímánuði. Samtals nam salan 5,75 milljónum íbúða á ársgrundvelli, sem var aðeins yfir væntingum greiningaraðila á Wall Street, sem voru um 5,72 milljónir. Hins vegar er um að ræða minnstu íbúðasölu í Bandaríkjunum frá því í nóvember árið 2002, þegar salan nam 5,72 milljónum á ársgrundvelli. Að meðaltali nam söluverðið á einni íbúð 228.900 Bandaríkjadölum í júlí, sem er 0,6% lægra heldur en á sama tíma fyrir ári.