Íbúðasala í Bandaríkjunum minnkaði meira en búist hafði verið við í maí og var 14% minni en í sama mánuði árið 2007.

Tölur frá samtökum bandarískra fasteignasala sýna einnig að ójafnt er komið á með seljendum fasteigna eftir því hvar í landinu þeir búa. Í suðurríkjum Bandaríkjana minnkaði íbúðasala um 22,1% í maí miðað við fyrra ár, á meðan hún jókst á milli ára í vesturhluta Bandaríkjanna, um 2%.

Samtök fasteignasala í Bandaríkjunum segja verðlækkun á markaði hafa laðað eitthvað af kaupendum að, en búast samt við frekari lækkun á komandi mánuðum.