Í fjárhagsáætlun Rangárþings ytra er gert ráð fyrir byggingu sex til átta íbúða á Hellu. Í frétt í Sunnlenska fréttablaðinu kemur fram að sveitarfélagið hyggst ráðast í byggingu íbúða til að bregðast við skorti á húsnæði.

Í frétt blaðsins kemur fram að hluti íbúðanna er hugsaður sem þjónustuíbúðir fyrir fatlaða eða eldri borgara.

10% fólksfjölgun hefur verið á Hellu undanfarin fjögur ár.