Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,3% í janúar frá fyrri mánuði, segir greiningardeild Glitnis.

?Þar af hækkaði verð á sérbýli um 2,2% og verð á fjölbýli um 2,4%. Þetta kemur fram í tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Undanfarna mánuði hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu sveiflast nokkuð og ýmist hækkað eða lækkað.

Undanfarna þrjá mánuði hefur fasteignaverð hækkað um 2,4% og undanfarna sex mánuði um 3,2%. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 6,9%, þar af hefur verð á fjölbýli hækkað um 4,8% en verð á sérbýli töluvert meira eða um 13,7%,? segir hún.

Auk þess hefur byggingarkostnaður hækkað. ?Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 1,0% á milli janúar og febrúar,? segir greiningardeildin.

?Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 13,2%. Við samanburð á þróun íbúðaverðs og byggingavísitölunnar þarf að hafa í huga að lóðaverð er ekki talið með í byggingarvísitölu en það er hluti af fasteignaverði,? segir greiningardeildin.