Íbúðaverð í Bandaríkjunum lækkaði um 18,2% milli ára í nóvember síðastliðnum samkvæmt húsnæðisvísitölu Standard & Poor's/Case-Shiller Home Price en vísitalan mælir íbúðaverð í 20 helstu þéttbýliskjarna Bandaríkjanna.

Þá lækkaði íbúðaverð um 2,2% milli mánaða en greiningaraðilar á vegum Reuters fréttastofunnar gera ráð fyrir því að með auknum samdrætti á húsnæðismarkaði muni íbúðaverð lækka enn frekar.

Ef aðeins er horft til 10 stærstu þéttbýliskjarna Bandaríkjanna lækkaði íbúðaverð um 2,2% milli mánaða og 19,1% milli ára.