Íbúðaverð í Bandaríkjunum lækkaði tíunda mánuðinn í röð í október síðast liðnum. Lækkunin nam 6,7% frá fyrra ári, sem er met, samkvæmt Standard & Poor's/Case-Schiller íbúðavísitölunni, að því er fram kemur í frétt WSJ.

„Sama hvernig á þessi gögn er litið er augljóst að núverandi ástand á íbúðamarkaði fyrir einbýli er áfram erfitt,“ er haft eftir Robert Shiller. Hann tók þátt í að búa til vísitöluna, sem mælir verð á tilbúnum einbýlishúsum í tíu stórborgum.