Samkvæmt spálíkani greiningardeildar Kaupþings banka mun íbúðaverð hækka að meðaltali um 1% á árinu 2007 og um 8% árið 2008. Þar er tekið mið af þróun kaupmáttar, fjármagnskostnaðar og framboðs íbúðarhúsnæðis á næstu misserum, samkvæmt upplýsingum frá greiningardeildinni.

?Greiningardeild telur að kaupmáttur muni aukast umtalsvert meira en gert var ráð fyrir í síðustu spá vegna fyrirsjáanlegra lækkana matarskatta á fyrri hluta næsta árs sem hægja mun á verðbólgu.

Jafnframt er gert ráð fyrir að framboðsaukning verði engin á næsta ári og að framboð nýrra fasteigna muni dragast saman um 5% árið 2008. Helstu óvissuþættirnir snúa að þróun framboðs sem og hugsanleg hækkun lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á næstu mánuðum," segir greiningardeildin.