Á fasteignamarkaði er algengast að einstaklingur selji öðrum einstaklingi eign sína, eða í um 76% tilvika á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Í 15% tilvika seldi fyrirtæki einstaklingi fasteign og í 5% tilvika var það einstaklingur sem seldi fyrirtæki fasteign. Í 3% tilvika var fasteign seld frá einu fyrirtæki til annars.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár Íslands um það hverjir eiga viðskipti hverju sinni með íbúðahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Er þetta í fyrsta sinn sem slíkar upplýsingar eru birtar og ná þær aftur til ársins 2006. Hlutföllin hafa sveiflast nokkuð milli tímabila en þó ekki mikið. Til að mynda áttu viðskipti sér stað með íbúðahúsnæði milli fyrirtækis og einstaklings í 23% tilvika á 2. ársfjórðungi 2006 en hlutfallið var um 25% á 3. ársfjórðungi í ár.