Eins og VB.is greindi frá hefur leiguíbúðum til ferðamanna í miðborg Reykjavíkur fjölgað mikið að undanförnu. Formaður félags fasteignasala telur að þetta hafi leitt til hækkandi fasteignaverðs í miðborginni.

Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, segir í viðtali við mbl.is að þetta eigi þátt í tak­mörkuðu fram­boði lít­illa íbúða á svæðinu og hafi haft í för með sér að fast­eigna- og leigu­verð íbúða í miðborg­inni hef­ur hækkað. Ingibjörg telur að þess­ar hækk­an­ir muni smita yfir í ná­læg hverfi, eins og Norður­mýri og Hlíðahverfið og að sú þróun sé þegar haf­in.

Hún bætir við að einstök félög leigja út tugi íbúða. það hafa átt sér stað töluverð kaup á eignum til langtíma- eða skammtímaleigu. Hún segir að fyrir vikið fækki eignum sem eru boðnar til sölu á almennum markaði.