Ríkissjóður gæti þurft að leggja Íbúðalánasjóði til meira en 100 milljarða króna á næstu árum til viðbótar við þá 13 sem stjórnvöld samþykktu að veita honum í lok síðasta árs og þá 33 milljarða sem sjóðnum var lagt til árið 2011.

Í Morgunblaðinu í dag er vitnað til greiningar sérfræðinga á fjármálamarkaði þar sem segir að eignatjón Íbúðalánasjóðs gæti numið á bilinu 86-129 milljörðum króna. Greiningin var kynnt á fundum hjá fjármálastofnunum í síðustu viku.