Sérstakur starfshópur um málefni Íbúðalánasjóðs fékk frest fram til föstudagsins 12. apríl til þess að skila áfangaskýrslu til ráðherra. Upphaflega átti starfshópurinn að skila skýrslu fyrir lok marsmánaðar en var veittur frestur.

Hópnum er ætlað að fara yfir framtíðarhorfur og framtíðarhlutverk sjóðsins sem gæti leitt til þess að rekstur sjóðsins stæði undir sér. Hann var skipaður í janúar síðastliðnum í kjölfar niðurstöðu fyrri starfshóps sem lauk störfum í nóvember á síðasta ári. Þá var ákveðið að auka eigið fé Íbúðalánasjóðs um 13 milljarða króna með ríkisframlagi og kanna enn frekar hlutverk sjóðsins til framtíðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.