Íbúðalánasjóður á um 1950 íbúðir sem sjóðurinn hefur tekið yfir vegna vanskila fyrirtækja og einstaklinga. Af þeim standa um 800 íbúðir auðar og um 270 eru á byggingarstigi. Þá leigja um 800 einstaklingar og fjölskyldur íbúðir af sjóðnum. Aðilar sem missa íbúðir sínar í hendur sjóðsins öðlast rétt til áframhaldandi búsetu ef þeir óska þess og geta þannig leigt húsnæðið af sjóðnum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Þar kemur einnig fram að sjóðurinn vinni nú að því að skrá hluta af þessum eignum til sölu.