Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs segir það ekki vera hlutverk sjóðsins að vera stór þáttakandi á leigumarkaði. Helsti tilgangur hans sé að veita lán til íbúðakaupa. Sjóðurinn hefur verið gagnrýndur að undanförnu fyrir að leigja ekki út íbúðir í hans eigu á Árborgarsvæðinu. Nú hyggst sjóðurinn selja þrjár blokkir með haustinu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Sveitastjórnarmenn á Árborgarsvæðinu hafa að undanförnu bent á að mikill skortur sé á leiguhúsnæði og að Íbúðalánasjóður eigi um 50 íbúðir sem standi tómar. Sigurður hefur sagt að þær séu ekki í leiguhæfi ástandi.