Íbúðalánasjóður hefur auglýst fjárstyrki til þróunar tækni­nýjungum eða öðrum umbótum í byggingariðnaði. Sjóðnum er raunar skylt að auglýsa slíka styrki samkvæmt lögbundnu hlutverki sínu.

Frá árinu 1999 hefur aðeins tvisvar sinnum verið veitt lán á þessum grunni en annars hafa eingöngu verið veittir styrkir. Hvorki í lögum né reglugerð er upphæðin ákveðin, það hefur farið eftir verkefnum og um­ fangi þeirra.

Upphæðin sem veitt hef­ur verið er á bilinu 15-­20 milljónir á ári og hafa á bilinu 15-­20 verkefni verið styrkt á ári hverju. Hæsti styrkur sem hefur verið veittur er um 2,5 milljónir í eitt verkefni. Fyrir árið 2011 voru veittir styrkir til 10 verkefna, samtals 16,1 milljón króna, en alls bárust 24 umsóknir. Engir styrkir voru auglýstir á árinu 2012.