Íslensku viðskiptabankarnir gætu tekið skref í átt að húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd með því að stofna dótturfélag utan um íbúðalán til viðskiptavina annars vegar og útgáfu sértryggðra skuldabréfa til fjármögnunar á útlánunum hins vegar. Íslandsbanki og Arion banki hafa þegar gefið út sértryggð skuldabréf þar sem íbúðalán liggja sem veð. Fjármagnið hefur verið nýtt til nýrra íbúðalána til viðskiptavina.

Fyrirkomulagið eins og það er í dag er byggir á sænskri fyrirmynd, þar sem bankarnir hafa húsnæðislánin á eigin efnahagsreikningi. Í þeim hræringum sem hafa orðið á innlenda fasteignamarkaðinum og í ljósi bágrar stöðu Íbúðalánasjóðs hafa verið ræddar og kortlagðar mögulegar leiðir fyrir íslenska húsnæðismarkaðinn. Undanfarnar vikur hefur hæst farið í umræðunni danskt húsnæðislánakerfi. Þar í landi veita sérstakir húsnæðislánabankar um 70% allra húsnæðislána. Kerfið hefur þótt stöðugt, það á sér 200 ára sögu og hefur verið fyrirmynd að kerfum annarra Norðurlanda.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.