Íbúðalánasjóður átti 2.155 fullnustueignir á landinu öllu í lok október. Þetta eru 79 fleiri eignir en sjóðurinn átti í lok september. Af heildareignunum hefur 1.651 fasteign verið leigð út, sölumeðferð eða þeim ráðstafað með öðrum hætti. Þar af er 871 íbúð í útleigu um allt land og 709 íbúðir í sölumeðferð.

Fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins að eignasafnið endurspegli byggingarsögu landsins. Elsta eignin er frá árinu 1870. Til viðbótar á sjóðurinn 66 eignir sem byggðar eru fyrir árið 1932. Um helmingur fasteignanna var byggður á árum 1997 til 2008.

Þá segir í mánaðarskýrslunni að ástand húsanna er mismunandi. Þau eru allt frá því að vera fullbúin í góðu ástandi yfir í að vera óíbúðarhæfar vegna aldurs og lélegs ástands. Af heildarfjöldanum er 321 fasteign í óíbúðarhæfu ástandi. Íbúðirnar eru ýmist í byggingu eða óíbúðarhæfar sökum aldurs og ástands.