Íbúðalánasjóður eignaðist 38 fasteignir á milli mánaða í nóvember í fyrra og átti hann í enda mánaðarins 2.193 fasteignir. Búið er að ráðstafa 1.673 þeirra í útleigu, sölumeðferð eða annað. Af öllum íbúðum sjóðsins eru 729 annað hvort komnar í sölu eða unnið að söluskráningu þeirra. Þá er 881 íbúð í útleigu en 324 óíbúðarhæfar af ýmsum ástæðum.

Fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs að margar af þeim eignum sem sjóðurinn á eru á svæðum þar sem nokkurt offramboð er á eignum.

Skýrsla Íbúðalánasjóðs