Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að öll ný vanskil muni væntanlega leiða til meiri útlánatapa fyrir sjóðinn. Hann segir sjóðinn ekki hafa nógu mikla afkomu til að bera það sjálfur og því þarf aðstoð að berast frá ríkinu. Stjórnendur sjóðsins telja þörf á 12-14 milljarða króna viðbótarfjárveitingu til að ná lögbundnu eiginfjárhlutfalli. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Sigurður segir að þriggja ára frystingu lána sé að ljúka hjá mörgum og engar framlengingar verða á slíkum frystingum. Sigurður segir stjórnendur vera þeirrar skoðunar að frysting lána sé almennt ekki lausnin á vandanum sem blasir við. Þvert á móti hafi þetta gert vanda fólks óviðráðanlegri.