Í lok febrúar í ár átti Íbúðalánasjóður 1.300 fullnustueignir. Sjóðurinn seldi 46 eignir í febrúar og bættust jafnframt 23 nýjar fullnustueignir við eignasafnið. TIl viðbótar þeim eignum sem seldar voru í mánuðinum hefur Íbúðalánasjóður samþykkt kauptilboð í 142 eignir og vinna nú tilboðsgjafar að fjármögnun þeirra. Kemur þetta fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Það sem af er ári hefur sjóðurinn selt 87 eignir, samanborið við 122 á sama tíma árið 2015.

Í lok febrúar voru 550 eignir sjóðsins í almennri sölumeðferð hjá fasteignasölum víðsvegar um landið. Þá voru í lok mánaðarins 615 íbúðir í leigu hjá eignasviði Íbúðalánasjóðs. Langflestar þeirra eru leigðar til fjölskyldna og einstaklinga sem dvöldu í eignunum þegar Íbúðalánasjóður eignaðist þær. Um 75% þeirra fullnustueigna sem bætast við eignasafnið fara í leigu á þennan hátt.