*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 12. desember 2018 12:45

Íbúðalánasjóður stofnar leigufélag

Íbúðalánasjóður hefur stofnað Leigufélagið Bríet til að halda utan um eignarhald og rekstur fasteigna.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Íbúðalánasjóðs í Borgartúni.
Haraldur Guðjónsson

Stjórn Íbúðalánsjóðs tók á fundi sínum í dag ákvörðun um stofnun leigufélags utan um fasteignir sjóðsins. Til stendur að leigufélagið yfirtaki eignarhald og rekstur á fasteignum Íbúðalánasjóðs um land allt, en meirihluti eignanna er nú þegar í útleigu.

Hið nýstofnaða félag heitir Leigufélagið Bríet ehf. og verður í eigu Íbúðalánsjóðs. Rekstur þess er sjálfstæður. Félagið yfirtekur núgildandi leigusamninga í óbreyttri mynd og því ættu leigjendur viðkomandi eigna ekki að verða fyrir neinni röskun.

Tilgangur Leigufélagsins Bríetar ehf. er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni og mun félagið leita samstarfs við sveitarfélög í þeim tilgangi. Formleg yfirtaka félagsins á fasteignum íbúðalánasjóðs og rekstur mun hefjast um leið og vinnu að lokaundirbúningi er lokið.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is