Íbúðalánasjóður tapaði tæpum 7,9 milljörðum króna á síðasta ári. Það er talsverður viðsnúningur á milli ára þegar sjóðurinn skilaði tæplega eins milljarðs króna afgangi.

Í uppgjöri Íbúðalánsjóðs kemur m.a. fram að eigin fé sjóðsins var jákvætt um 14.699 milljónir króna um síðustu áramót eftir að samþykkt var í fyrra að ríkið leggi honum til 13 milljarða króna. Reyndar kemur fram í skýringu við ársreikninginn að framlagið verður ekki greitt fyrr en í lok þessa mánaðar. Það verður greitt með verðtryggðum ríkisskuldabréfum sem bera vexti frá 1. janúar á þessu ári.

Eiginfjárhlutfall Íbúðalánsjóðs var 3,2% og er það undir 5% markmiði sjóðsins.

Ársreikningur Íbúðalánasjóðs