Íbúðalánasjóður tapar 318 milljónum króna fyrir hvert prósentustig af verðbólgu á ári. Þetta kemur fram í ársreikningi sjóðsins fyrir árið 2012 en verðtryggðar skuldir sjóðsins voru 31,8 milljörðum umfram verðtryggðar eignir sjóðsins. Íbúðalánasjóður tapaði alls um 7,8 milljörðum króna á síðasta ári. Virðisrýrnun útlána sjóðsins nam um 8,8 milljörðum króna á árinu.

Í skýrslu og yfirlýsingu stjórnar Íbúðalánasjóðs er farið ítarlega yfir stöðu og rekstrarvanda sjóðsins. Framtíðarútgáfa sjóðsins á að vera með uppgreiðsluheimild svo að ekki komi til sömu vandamál og fyrri útgáfur valda sjóðnum nú. Í skýrslunni segir að vandi sjóðsins sé fyrst og fremst bundinn við að fjármögnun hans er óuppgreiðanleg og því hafi sjóðurinn engar raunhæfar mótvægisaðgerðir til að bregðast við uppgreiðslum án þess að verða fyrir tjóni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.