Íbúðalánasjóður kynnti í morgun afkomu sjóðsins. Sjóðurinn vinnur nú að verðtryggðri skuldabréfaútgáfu þar sem uppgreiðsluþóknanir eru töluvert lægri.

Sjóðurinn fór á síðasta ári í gegnum endurskoðun lánaferla til að gera útlánaferla sjóðsins tilbúna fyrir útgáfu sértryggðra skuldabréfa, ef áhugi væri fyrir slíku síðar. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sagði á fundinum að það þekktist ekki að vera með ríkisábyrgð á sértryggðum útgáfum. Hann sagði jafnframt ávinninginn, umfram ríkistryggðar útgáfur, meðal annars felast í auknum aga.