Í nyrri þjóðhagsspá Íslandsbanka kemur fram að myndarlegur vöxtur í framboði nýrra íbúða undanfarið sé kærkomin þróun enda hafi íbúðamarkaður til skamms tíma litast af framboðsskorti og mikilli eftirspurn. Á síðasta ári hækkaði raunverð íbúðarhúsnæðis langt umfram aukningu í kaupmætti launa en til lengri tíma er vöxtur þessara stærða svipaður, að því er segir í spánni. Að mati Íslandsbanka hefur mun betra samræmi verið undanfarið í þróun íbúðarverðs og kaupmáttar þar sem framboð hafi aukist jafnt og þétt og áfram dragi úr eftirspurn. Þá séu áfram horfur á vaxandi framboði nýrra íbúða.

Telur bankinn að íbúðaverð muni að jafnaði hækka um 5,6% á yfirstandandi ári frá árinu á undan. Þá er 2% hækkun á raunvirði spáð fyrir næsta ár og að hækkunin verði 1,2% árið 2020. Hægari hækkun íbúðaverðs má að því helst skýra með hægari kaupmáttaraukningu, minni fólksfjölgun og áframhaldandi aukningu í framboði nýrra íbúða. Því megi segja að þróunin muni endurspegla betra jafnvægi á íbúðamarkaði en var á síðasta ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .