Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár var 467 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í maí og voru þinglýsingar 21% færri en í maí fyrir ári síðan. Þetta er talsverð aukning frá fyrra mánuði þegar 275 samningum var þinglýst. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Því mætti segja að vísbendingar séu um að íbúðamarkaður sé hægt og rólega að komast í eðlilegra horf eftir samkomubann. Sums staðar mældist aukning í þinglýsingum milli ára, til að mynda í Garðabæ og á Akureyri.