Ljóst er af þessu að íbúðamarkaðurinn fer af stað með látum á nýju ári, en um er að ræða 70% aukningu í fjölda kaupsamninga frá sama mánuði fyrra árs, að því er segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Kaupsamningar í janúar voru aðeins einum færri en í desember, en sökum árstíðarsveiflu eru yfirleitt gerðir mun færri samningar í janúar heldur en í desember. Núna, ólíkt hefðbundinni þróun, er það ekki uppi á teningnum sem bendir til þess að íbúðamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fari vel af stað á nýju ári.

Samtals var 372 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í janúarmánuði og nam veltan rétt tæpum 11 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 29,4 milljónir

Á síðasta ári voru samtals gerðir 4.600 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu og var það fjölgun um 54% frá árinu 2010 þegar rétt tæplega 3.000 samningar voru gerðir. Þá hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 10% að nafnvirði á síðasta ári. Að teknu tilliti til verðbólgu nemur hækkunin um 5% og hefur 12 mánaða taktur raunverðs íbúða ekki verið svo hraður síðan í byrjun árs 2008.