*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 20. mars 2015 07:55

Íbúðaverð hækkað um 30% síðustu fimm ár

Hagfræðideild Landsbankans spáir áframhaldandi hækkun fasteignaverðs á næstu þremur árum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Raunverð íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu er nú svipað og það var í marsmánuði árið 2005. Það er hins vegar um 28% lægra en það var þegar það náði sögulegu hámarki í október 2007. Þetta kemur fram í greiningu Landsbankans á þróuninni sem gerð var að beiðni Morgunblaðsins.

Á síðustu fimm árum hefur íbúðaverðið hækkað um 30%. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðið muni hækka frekar á næstu árum. Þannig spáir hún 9,5% hækkun á þessu ári, 6,5% hækkun á því næsta og 6,2% hækkun árið 2017. Gangi spáin eftir verður íbúðaverðið jafnhátt og það var árið 2006. Sérfræðingar bankans telja að meiri eftirspurn en framboð muni ýta undir hækkanir.