Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 389,7 stig í júlí 2014 og hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár Íslands.

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um 0,7% síðastliðna þrjá mánuði. Það hefur hins vegar hækkað um 3,7% á síðastliðnum 6 mánuðum og um 6,4% á síðustu 12 mánuðum.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.