Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í síðasta mánuði og hefur nú hækkað um 22,2% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár, en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 7,4%. Síðastliðna sex mánuði hækkaði hún um 11,6%.

Fjölbýli hækkaði um 2,8% á milli mánaða og hefur nú hækkað um 21,4% undanfarna tólf mánuði. Vísitala íbúðaverðs fyrir sérbýli hækkaði um 3,9% á milli mánaða. Tólf mánaða hækkun sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 25,6%