Síðastliðin 12 mánuði hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 3,6% samkvæmt nýjum tölum frá Þjóskrá Íslands.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 629,2 stig í nýliðnum ágúst (janúar 1994=100) og hækkaði um 0,6% á milli mánaða. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði hún um 0,8% og horft hálft ár aftur í tímann nemur hækkunin 2%.

„Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir 9 flokka íbúðarhúsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði,“ segir um vísitöluna á vef Þjóðskrár Íslands.