Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3% milli mánaða. Þá hækkaði fjölbýli um 3,21% og sérbýli um 2,21% milli mánaða. Vísitalan hefur hækkað um 24% á síðustu 12 mánuðum samanborið við 22,2% hækkun í síðasta mánuði. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 9,15% en þá hækkaði hún um 15,7% á síðustu sex mánuðum. Frá þessu er greint á vef Þjóðskrár.

Vísitalan hefur ekki hækkað meira á 12 mánaða tímabili síðan í byrjun árs 2006 en þá mældist hækkunin 25,3%.

Sjá einnig: Ekki færri kaupsamningar frá byrjun Covid

Vísitalan sýnir breytingar á vegnu meðaltal fermetraverðs en birtingu hennar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs. Þá er íbúðarhúsnæði skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir níu flokka húsnæðis og er niðurstaðan vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði.