Íbúðaverð í Ástralíu hefur hækkað mikið undanfarið ár sem skýrist aðallega af lágum vöxtum og skorti á íbúðum

Þriðja fjórðunginn í röð voru slegin met í verðhækkunum á íbúðum í höfuðborgum fylkja landsins. Í Canberra, Sydney, Hobart og Darwin hrgut íbúðaverð til að mynda hækkað um meira en 20% á undanförnu ári.

Íbúðaverð í Canberra, höfuðborg Ástralíu, hefur hækkað um 30% undanfarna tólf mánuði og um 28% í Hobart, höfuðborg Tasmaníu.

Miðgildi íbúðaverðs í Sydney nemur nú um 128 milljónum króna eftir að hafa hækkuð um 109 þúsund krónur að meðaltali dag hvern undanfarna þrjá mánuði.

Íbúðaskortur, gífurleg eftirspurn, örvunarávísanir, óvenju mikið sparifé, hagstæð lánakjör og lágir vextir er sagt hafa orsakað fullkominn storm á íbúðamarkaði í landinu.

Þetta ástand hljómar eflaust nokkuð kunnuglega í eyrum landsmanna. Á höfuðborgarsvæðinu hefur íbúðaverð hækkað um 16% á ársgrundvelli . Meðal ástæða sem hafa verið nefndar í því samhengi eru einmitt lágir vextir, skortur á íbúðum og hagstæð lánakjör .