Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 389,7 stig í júní og lækkaði um 0,8% frá fyrri mánuði, að því er fram kemur í nýrri tilkynningu frá Þjóðskrá . Vísitalan sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Íbúðaverð í sérbýli lækkaði töluvert meira en í fjölbýli. Í sérbýli lækkaði vísitalan um 12,6 stig milli mánaða en einungis um 0,1 stig í fjölbýli.

Síðastliðna þrjá mánuði lækkaði vísitalan um 0,2%. Síðastliðna sex mánuði hefur vísitalan hins vegar hækkað um 3,7% og á síðasta ári hefur hún hækkað um 6,8%.