Í­búða­verð á höfuð­borgar­svæðinu hækkaði um 0,8% milli mánaða í apríl og hefur því hækkað um 2,6% á síðustu þremur mánuðum, sam­kvæmt skýrslu Hús­næðis- og Mann­virkja­stofnunnar. Á sama tíma­bili hafa í­búðir í fjöl­býli hækkað um 0,5% en sér­býli um 1,7%.

Þriggja mánaða hækkun sér­býlis mælist því nú 4,9%. Í ná­granna­sveitar­fé­lögum höfuð­borgar­svæðisins hækkaði í­búða­verð um 0,7% á milli mánaða og þar er þriggja mánaða breytingin 6,2% og annars staðar á landinu hækkaði í­búða­verð um 1,4% á milli mánaða og hefur hækkað um 1,7% á þremur mánuðum.

Greiðslu­byrði ó­­verð­­tryggðra lána gæti hækkað um 8%

Undan­farið hafa ó­­verð­­tryggðir í­búða­lána­vextir hækkað jafn mikið og stýri­vextir og því má búast við að þeir verði á bilinu 10,25-10,59% hjá við­­skipta­bönkunum eftir að þeir bregðast við stýri­­vaxta­hækkuninni frá því í síðustu viku, segir í skýrslu HMS.

„Gangi það eftir má búast við að greiðslu­byrði af 40. m.kr. ó­verð­tryggðu láni til 40 ára verði 326.200 kr. í stað 303.300 kr. nú sem gerir 7,9% hækkun. Í byrjun júní 2022 var greiðslu­byrði af slíku láni 203.000 kr. Greiðslu­byrði af verð­tryggðu láni til 25 ára er 185.100 eða 43% lægri. Af verð­tryggðu láni til 40 ára er greiðslu­byrði 157.800 kr. sem er nærri 58% lægra en á 40 ára ó­verð­tryggðu láni.“

„Meðal­­­kaup­verð sér­­býla hefur sveiflast mikið undan­farið“

Út­­gefnir kaup­­samningar um í­búðar­hús­næði á Ís­landi voru 662 í apríl miðað við
árs­­tíða­­leið­réttar tölur. Þeir voru jafn­margir í febrúar en ör­lítið fleiri í mars, 680.

Í apríl seldust 13,0% í­búða á höfuð­­borgar­­svæðinu yfir á­­settu verði saman­­borið við 13,6% í mars.

„Meðal­­­kaup­verð sér­­býla hefur sveiflast mikið undan­farið. Það var um 118 m.kr. í apríl saman­­borið við 106 m.kr. í febrúar en það hafði einnig verið 118 m.kr. í septem­ber síðast­liðnum. Breyti­­legir ó­­verð­­tryggðir vextir við­­skipta­bankanna eru á fyrsta veð­rétti á bilinu 9-9,34 prósent og hafa þeir nú allir brugðist við þar­síðustu stýri­­vaxta­hækkun en hjá líf­eyris­­sjóðunum eru slíkir vextir á bilinu 7,65-9,05 prósent,“ segir í mánaðar­skýrslu HMS.

Hrein ný út­­lán með veð í íbúð námu 8,1 milljarða króna í mars saman­­borið við 7,1 milljarða í febrúar en fyrir það höfðu hrein ný út­­lán ekki verið jafn lítil síðan á vor­­mánuðum 2016 ef miðað er við fast verð­lag.

Hlutur byggingar­­starf­­semi og mann­­virkja­­gerðar nam 7,2% af lands­­fram­­leiðslu í
fyrra saman­­borið við 7,1% árið áður.

Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér.