Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að kaupa Umferðarmiðstöðina við Vatnsmýrarveg og lóðina sem henni fylgir. Þetta kostar Reykjavíkurborg 445 milljónir króna en seljendur eru Mynni ehf og Landsbanki Íslands. Umferðarmiðstöðin mun verða miðstöð almenningssamgangna í Reykjavík og á svæðinu í kring er stefnt að því að byggja litlar og meðalstórar íbúðir sem henta ungu fólki.

Umferðarmiðstöðin mun taka að mestu við hlutverki skiptistöðvar á Hlemmi og vera öflug skiptistöð í samgöngum sem tengjast þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur.

Reykjavíkurborg hefur einni ákveðið að að staðfesta kauptilboð í lóðina að Keilugranda 1. Heildarkaupverð er um 240 milljónir króna en þar er einnig gert ráð fyrir þéttingu byggðar og íþróttaaðstöðu fyrir börn og unglinga.