Undanfarin ár hefur fasteignaþróunarfélagið Klasi unnið að uppbyggingu á hverfi sunnan Smáralindar í póstnúmeri 201. Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, segir verkefninu miða vel áfram.

„Við höfum selt um 300 íbúðir í þessu nýja hverfi og erum með um 200 til viðbótar á framkvæmdar- eða hönnunarstigi, þannig að það eru um tvö til þrjú ár þangað til því verkefni lýkur, sem gera um átta til níu ár frá upphafi."

Hann segir verkefnið frábæran undirbúning fyrir uppbygginguna fram undan á Borgarhöfða.

„Líkt og í 201 Smára erum við þar að leggja mikið upp úr markaðsgreiningum, meðal annars á óskum viðskiptavina og þörfum þeirra. Það hefur skilað sér í því að salan hefur gengið mjög vel frá upphafi og íbúar virðast mjög ánægðir. Verkefnið hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð, og til dæmis seldist síðasti áfangi sem inniheldur 84 íbúðir nánast upp á rúmri viku þegar hann fór í sölu í lok september. Markmið um fjölbreyttan kaupendahóp hefur náðst og er aldursdreifing kaupenda nokkuð jöfn, og mjög mikið um fyrstu kaupendur."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .