Viðskiptablaðið sendi öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn um fyrirhugaða uppbyggingu á næstu árum. Niðurstaðan er sú að á næstu fjórum árum stefna sveitarfélögin sex að því að byggja tæplega 8.600 íbúðir sem þýðir að framboð íbúða á svæðinu eykst um 10%. Um síðustu áramót voru um 81.900 íbúðir á svæðinu en miðað við áætlanir sveitarfélaganna verða þær 90.500 árið 2018.

Um 4 þúsund af þessum íbúðum verða byggðar í Reykjavík og miðar sú tala við þann fjölda lóða, þar sem skipulag er tilbúið eða í vinnslu. Fjöldi nýrra íbúða í borginni gæti orðið meiri samkvæmt upplýsingum frá borgaryfirvöldum. Fjögur þúsund nýjar íbúðir eru því fremur varlegtmat. Óhætt er að segja að töluverður skriður hafi verið á fasteignamarkaði undanfarið. Eins og gefur að skilja var markaðurinn afar daufur fyrstu árin eftir hrun en síðustu ár hefur veltan aukist ár frá ári. Nú er svo komið að veltan á höfuðborgarsvæðinu fyrstu 43 vikur þessa árs nam um 184 milljörðum króna sem er svipað og veltan var á sama tímabili árið 2003, reiknað á verðlagi ársins 2014.

Síðastliðna 12 mánuði hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 8% að raunvirði og spár fyrir næsta ár gera ráð fyrir því að hækkunin muni nema á bilinu 4 til 8%. Raunverð á fasteignum nú er svipað og það var. Í vikunni var skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar kynnt. Áhrif hennar er auðvitað sú að eigið fé margra fjölskyldna í fasteignum hækkaði. Í dag er ekki vitað hvaða áhrif þetta mun hafa á markaðinn en ekki er ólíklegt einhver hópur fólks hafi beðið eftir niðurstöðunni áður en hann hugsað sér til hreyfings.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .