Ekki hefur verið byrjað á byggingu færri íbúða á síðasta ári frá árinu 2016. Framkvæmdir hófust við 2.406 íbúðir í fyrra miðað við 3.792 á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýbirtri tölfræði Hagstofu Íslands.

Í lok árs voru 3.894 íbúðir í byggingu á landinu öllu miðað við 5.304 fyrir ári. Þá voru fullgerðar 3.816 íbúðir á árinu sem er aukning frá 2019 þegar 3.033 íbúðir voru fullgerðar og það mesta frá því Hagstofan hóf að telja íbúðir sem lokið er við árið 1970.

Á höfuðborgarsvæðinu voru 2.347 íbúðir í byggingu um áramótin miðað við 3.521 fyrir ári. Framkvæmdir hófust við helmingi færri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í ár miðað við í fyrra, eða 1.353 miðað við 2.722 fyrir ári.

Hins vegar lauk byggingu við 2.527 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í fyrra, sem er einnig met.