Íbúar á Norðurlandi voru þann 1. desember samtals 35.865 og fækkaði um 32 miðað við sama tíma í fyrra. Þá voru íbúar á Íslandi 293.291 talsins. Ári áður var íbúafjöldi 290.490 og er fjölgunin milli ára því 0,96%. Þetta er talsvert meiri fjölgun en undangengin tvö ár en heldur minni en áratuginn þar á undan (1,03%).

Í Húnahorninu er greint frá bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands um íbúafjölda í einstökum sveitarfélögum hinn 1. desember 2004. Samkvæmt þeim hefur íbúum Húnaþings fækkað um 58 á árinu 2004. Blönduósingum fækkar mest eða um 37 og Skagstrendingum um 20. Íbúum Húnaþings vestra og Áshrepps fækkar um 3 og í Svínavatnshreppi fækkar um 2 íbúa. Íbúum Skagahrepps fjölgar um 4, Sveinstaðahrepps um 2 en íbúatalan stendur í stað hjá Bólstaðarhlíðarhreppi og Torfalækjarhreppi.

Byggt á frétt í Húnahornið.