Carl Icahn hefur bætt meira en 2 milljónum af hlutabréfum í Herbalife við stöðu sína í fyrirtækinu sem er að andvirði meira en milljarð Bandaríkjadalir.

Kaus að selja ekki

Heimildir CNBC fréttastofunnar segja tvö fjármálafyrirtæki, Jefferies og UBS hafa reynt að finna kaupanda að hlut hans í fæðubótavörufyrirtækinu, en aldrei hafi orðið úr neinum viðskiptum.

Sömu heimildir segja að Icahn hafi fengið tilboð í stóran hluta af hlutabréfum sínum, en hann hafi kosið að selja ekki.

Miklar hækkanir hlutabréfa

Icahn byrjaði að kaupa hluti sína í fyrirtækinu árið 2012 en á sama tíma hafa hlutabréf í fyrirtækinu aukist mjög mikið í verði.

Á föstudagsmorgun hélt Bill Ackman því fram að hann hefði verið einn þeirra sem Jefferies fjármálafyrirtækið hefði haft samband við til að kaupa lítinn hluta af hlutabréfum Icahns. Sagði Ackman hann vera að reyna að selja því hann vissi að fyrirtækið væri á barmi glötunar.

Keypti þvert á móti fleiri bréf

Þvert á móti keypti Icahn enn fleiri hlutabréf og sagði í yfirlýsingu að hann hefði aldrei beðið Jefferies beint um að selja hlutabréf sín. Þetta staðfesti talsmaður fyrirtækisins.

Icahn og Ackman hafa árum saman eldað grátt silfur vegna Herbalife. Ackman á ekki jafnmikið af hlutabréfum en hefur talað opinberlega gegn því.

Hellti sér yfir keppinaut

Í yfirlýsingu Icahn hellti hann sér yfir Ackman og sagði meðal annars:

„Það kemur mér svo mikið á óvart að gaur sem hefur enga þekkingu á fjárfestingum mínum, telur sig geta sagt alþjóð í sjónvarpinu hvað ég sé að hugsa," sem hann kallaði "ótrúlegt".