Icebank skrifaði í gær ásamt EBRD (Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu), EIF (Fjárfestingarsjóði Evrópu) og ýmsum evrópskum bönkum og lífeyrissjóðum, s.s. Erste Bank og SEB Uhispank Pension Fund, undir samkomulag um þátttöku í um 57 milljóna evra (5,1 milljarður króna) fjárfestingu í Baltcap Private Equity Fund, leiðandi einkafjármagnsfjárfesti í Eystrasalts-lönd-un-um. Stefnt er að því að stækka sjóðinn úr 57 milljónum evra í um 100 milljónir evra fyrir mitt næsta ár. Aðalsteinn Jóhannsson frá Icebank mun taka sæti í stjórn sjóðsins, segir í frétt frá Icebank.

BaltCap Private Equity Fund mun leggja aðaláherslu á fjárfestingar í meðalstórum fyrirtækjum í Eystrasaltslöndunum sem þurfa fjármagn til stækkunar. Einnig verður horft til kaupa stjórnenda á slíkum fyrirtækjum á svæðinu og þá fjárfest með samstarfsaðilum sjóðsins, eins og til dæmis Icebank.

Með kaupum Icebank á Behrens Fyrirtækjaráðgjöf fyrir stuttu er bank-inn nú þegar með skrifstofur í Lettlandi og Litháen. Hefur starf-semin þar vaxið mjög á árinu. Með fjárfestingu í Baltcap Private Equity Fund eykst aðgengi að verkefnum verulega á svæð-inu og mun það styrkja starfsemi bankans í Eystrasaltslöndunum enn frekar.