Það ætti líklega ekki að vera hugsanlegri sameingu Icebank og VBS Fjárfestingarbanka til trafala að sömu eigendur eru að stórum hluta til að báðum bönkunum.

Sparisjóðirnir eru, eða öllu heldur voru, þar til fyrir skemmstu stærstu hluthafar bæði Icebank og VBS fjárfestingarbanka.

Sparsjóðirnir áttu þannig  meirihluta hlutafjár í Icebank, eða um 56 og særsti einstaki hluthafi Icebank nú er Sparisjóður Keflavíkur með liðlega 19% hlut.

Eftir sameiningu VBS fjárfestingarbanka og Fjárfestingarfélags sparisjóða í byrjun ársins 2007 eignuðust sparisjóðirnir um helmingshlut í VBS en stærsti einstaki hluthafinn í VBS er þó Icecapital sem er að fullu í eigu Sunds.

Segja má þó að verulegar breytingar hafi nýlega orðið í hluthafahópi bæði Icebank og VBS fjárfestingarbanka við það að Kaupþing eignaðist meirihluta stofnfjár í Sparisjóði Mýrasýslu (SPM) þar sem SPM er annar stærsti hluthafi Icebank með tæplega 9% hlut og líka annar stærsti hluthafi VBS fjárfestingarbanka með 10% hlut.

Auðvitað er freistandi að skjóta á að það hafi orðið til þess að hraða málum að Kaupþing varð stór hluthafi í báðum bönkunum en það verða þó aldrei nema getgátur einar.