Í síðustu viku dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur IceCapital, sem áður hét Sund, til að greiða Arion banka 3,5 milljarða króna auk dráttarvaxta. Málið gæti haft fordæmisgildi í fleiri málum þar sem bankarnir lánuðu stórar fjárhæðir sem voru einvörðungu ætlaðar til að kaupa bréf í þeim sjálfum.

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sunds/IceCapital, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Til þess hafi skjólstæðingar hans þrjá mánuði.

Bankinn stefndi félaginu vegna vanefnda á lánasamningi sem var á gjalddaga 1. febrúar 2009. Sund/ IceCapital neitaði að greiða lánið og bar fyrir sig að forsendur lánveitingarinnar, sem var veitt til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi, væru brostnar og því ætti að víkja samningnum til hliðar.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .