Grímur Atlason, framkvæmdarstjóri Iceland Airwaves,segir að Iceland Airwaves tónlistarhátíðin velti um þúsund milljónum króna og að virðisaukaskattur vegna hátíðarinnar nemi um 180 milljónum króna. Hann segir að opinberir styrkir séu í lágmarki, um 6 milljónir króna frá Reykjavíkurborg.

„By:Larm í Osló fær um 30 milljónir króna frá borgaryfirvöldum þar og um 20 milljónir króna frá norska ríkinu. En Iceland Airwaves skilar margfalt því sem hún fær nokkurs staðar. Hátíðin kemur sér mjög vel fyrir ferðamannaiðnaðinn.

Staðreyndin er því þvert á það sem Ásbjörn Óttarsson alþingismaður heldur fram um listir. Virðisaukaskattgreiðslur nema næstum því tvöföldum tónlistarsjóði á ári og við erum örugglega að borga öll listamannalaun með þeim peningum sem hátíðin skapar. Ásbjörn þarf því ekki að hafa áhyggjur af því, peningar til listamanna koma ekki frá skuttogurum í Ólafsvík. Og það eru engar afskriftir í þessum bransa,“ segir Grímur.

Nánar er fjallað um málið nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins . Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .