Ekki er tekið tillit til eignar skilanefndar Landsbankans á 2/3 hlutafjár í bresku matvörukeðjunni Iceland við mat skilanefndarinnar á endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans. Frá þessu greinir Fréttablaðið í dag. Söluferli á eigninni er, eins og fram hefur komið á vb.is, hafið og hefur skilanefndin fengið UBS og Bank of America, tvo stærstu banka heims, sér til ráðgjafar. Talið er að salan gæti skilað allt að 2 milljörðum punda til skilanefndarinnar, jafngildi rúmlega 370 milljarða króna.

Eins og fram kom á vb.is í gær er talið að endurheimtur úr þrotabúinu nemi nú um 1.300 milljarða króna en samkvæmt frétt Fréttablaðsins er það sem sé án 370 milljarðana sem talið er að fáist fyrir Iceland sem væntanlega verður komið í hendur nýrra eigenda fyrir áramót.